Skautbúningsnámskeið

hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart

Þriggja ára námskeiðsröð

  • Námskeiðsröðin skiptist í nokkur námskeið eftir hvernig búningur er saumaður
  • Saumaður er einn skautbúningur
  • Nemandi fær búninginn tilsniðinn eftir máli
  • Hafist handa við útsaum í pils. Einnig má nota flauelisskurð eða leggingar
  • Á tímabilinu eru kenndar ýmsar útsaums- og skreytiaðferðir svo sem blómstursaumur, skattering, baldýring, knipl, flauelisskurður og snúrulagning
  • Skreytingar á treyju eru á boðungum og framan á ermum. Baldýring, knipl eða snúrur
  • Belti má einnig skreyta með baldýringu eða snúrum
  • Saumaður er höfuðbúnaður, faldur og blæja
  • Búningurinn er saumaður úr bestu fáanlegum efnum. Efni og tillegg fást í Annríki

Ekki er mögulegt að setja nákvæmt verð þar sem mismunandi leiðir eru farnar við gerð búningsins.  Grunnkostnaður í efnum og námskeiðum er aldrei undir 500.000 kr sem deilist á öll þrjú árin. Verð á skarti er þar fyrir utan.

Leiðbeinendur eru Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur og Olga Kristjánsdóttir, kjólasveinn.

Fróðleikur

Skautbúningur var fyrst borinn 1859. Hann þróaðist í samstarfi Sigurðar Guðmundssonar málara og íslenskra kvenna.

Búningahugmynd Sigurðar var byggð á þjóðernisrómantík. Konan, móðirin, fjallkonan var í öndvegi þjóðar. Sigurður kunni einnig að meta listrænt handverk kvenna. Handverk sem fékk notið sín í skreytingum búninganna.

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Telma Rún í skautbúningi.

Telma Rún í skautbúningi

Nánar um skautbúning

Skautbúningsnámskeið