21 06, 2021

10 ára afmæli 1. júní og útskrift 5. júní 2021

2021-06-21T15:56:54+00:0021. júní, 2021|Úr starfinu, Útskriftir|

Annríki – Þjóðbúningar og skart var stofnað 1. júní 2011 í bílskúrnum að Suðurgötu 73 í Hafnarfirði. Í upphafi lögðum við 50 fm undir starfsemina en áfram var bílskúr í helming húsnæðisins. Allt frá upphafi hafa námskeið í þjóðbúningasaum verið haldin í Annríki. Haustið 2012 var allt húsnæðið 100 fm tekið undir starfsemina og útbúinn kennslusalur. Þar hafa verið saumaðir fjöldi búninga s.s. upphlutir, peysuföt, herrabúningar og barnabúningar. Eftirspurn er stöðug en áhugi á fald- og skautbúningsnámskeiðum hefur aukist verulega og eru nú hátt í 100 búningar fullgerðir eða í vinnslu.

Útskrift af þjóðbúninganámskeiðum fer fram í lok hverrar annar. Eftir […]

23 01, 2017

Útskrift og afmælis­fögnuður

2017-04-15T11:08:15+00:0023. janúar, 2017|Útskriftir|

Útskrift og afmælisfögnuður Annríkis í Viðey 2016

Einn liður í öllu okkar starfi er að fagna loknum áföngum. Í lok allra námskeiða er boðið til útskriftar þar sem nemendur skarta sínum fögru búningum.

Í maí 2016 héldum við til Viðeyjar með fríðu föruneyti. Þar skyldi fagna útskrift nemenda af þjóðbúninganámskeiðum og nemendum í faldbúningsgerð. Ríflega 100 manns mættu til fagnaðarins í blíðskaparveðri. Við Annríkishjón fögnuðum einnig 5 ára farsælu starfi í góðra vina hópi.

Annríki 5 ára

Annríki – Þjóðbúningar og skart hóf opinberlega göngu sína 1. júní 2016. Á sólbjörtum degi opnuðum við dyrnar og buðum gesti velkomna. Allir eru velkomnir, jafnt fróðir […]

Go to Top