Herrabúningur

Unninn eftir varðveittum fatnaði

Herrabúningur er endurgerð á fatnaði karla frá 18. og fram á miðja 19. öld.  Búningurinn er unnin eftir varðveittum fatnaði á Þjóðminjasafni Íslands, teikningum og skriflegum heimildum. Fatnaðurinn var allur saumaður úr náttúrulegum efnum s.s. ull, bómull, hör og silki.

Herrabúningur

Búningurinn samanstendur af skyrtu, buxum, vesti og treyju.

  • Skyrtan er einföld, ljós nærskyrta, saumuð úr bómull eða hör
  • Buxur eru með hnepptri lokuklauf og hnepptum axlaböndum. Þær geta verið með síðum skálmum eða hnébuxur með hnepptum klaufum á skálmum sem var algengast á þeim tíma þegar menn fóru allra sinna ferða á hestbaki. Buxurnar eru saumaðar úr ull; klæði eða vaðmáli og oftast í dökkum litum þ.e. svart, blátt, grátt eða brúnt
  • Vestið var oftast tvíhneppt og hægt að hneppa á báða boðunga en á því eru allt að 18 tölur og hnappagöt. Vestið er saumað úr ull; klæði eða vaðmáli og fóðrað með þéttu bómullarefni. Það getur verið í ýmsum litum og oft bryddað með andstæðum lit t.d. blátt vesti með rauðum bryddingum
  • Treyjan er tvíhneppt sem hægt er að hneppa á báða boðunga og með hnepptum ermaklaufum, en á henni eru 24 hnappar og hnappagöt. Treyjan er saumuð úr ull; klæði eða vaðmáli og oftast í dökkum litum s.s. svart, blátt, grátt eða brúnt en ekki nauðsynlega samstæð buxunum

Handunninn áður fyrr

Á sínum tíma var herrabúningur handunninn en saumavélar bárust fyrst til landsins um 1870. Í dag er herrabúningur saumaður bæði í saumavél og í höndum en öll hnappagöt sem geta verið á milli 50-60 eru handgerð.

Fylgihlutir

Við herrabúninginn er borin prjónuð húfa eða innfluttur hattur. Í háls er gjarnan hnýttur klútur úr bómull eða silki og gátu þeir verið í ýmsum litum. Með hnébuxum eru bornir prjónaðir sokkar og sokkabönd, fléttuð eða spjaldofin. Áður fyrr voru notaðir sauðskinnsskór þó einhverjir betur settir bændur og embættismenn ættu innflutta skó. Í dag fer best á því að vera í dökkum, einföldum skóm án alls skrauts.

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Kolbrún Ýr og fjölskylda. Kolbrún saumaði alla búningana. Herrabúning á eiginmannin og drenginnn og 19. aldar upphluti á sig og dóttur sína.

19. aldar upphlutir, herrabúningar, Kolbrún Ýr nemandi Annríkis saumaði búningana

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Ási og Binni í íslenskum herrabúningum.

Ási og Bryjar í herrabúningum

Herrabúningur