Hafðu samband

Skrá mig á námskeið

Svörum eins fljótt og mögulegt er.

Spurt og svarað

Kannski finnur þú svarið hér.

 • Það þykir dýrt að koma sér upp búningi. Er þó misdýrt eftir gerðum. Upphlutur er t.d. dýrari en peysuföt. Talsvert meira skart fylgir honum
 • Þótt talað sé um þjóðbúning í eintölu er um að ræða nokkrar flíkur. Búningurinn getur verið upphlutsbolur, pils, skyrta, svunta, belti, húfa, skúfur og jafnvel undirpils
 • Hver búningur er mjög sérhæft verk. Hver og einn er sniðinn og saumaður eftir máli. Það gildir hvort sem við saumum eða nemendur komi á námskeið. Þar við bætist allur efniskostnaður. Við veljum að vinna úr góðum efnum sem endast vel
 • Kostnaður á skarti getur verið talsverður. Allt eftir því hvað valið er
 • Margar vinnustundir liggja að baki hvers búnings. Ekki er hægt að bera það saman við fataframleiðslu nútímans

Val um að eignast búning

 • Formæður okkar eignuðust oftast örfáa búninga um ævina. Þær notuðu þá við öll tækifæri og pössuðu upp á sem algerar gersemar
 • Í dag eru allir skápar fullir af ódýrum fötum. Sum verða aldrei notuð og eru engum til gagns.  Það verður að teljast verðmætasóun
 • Það er val hvers og eins að eignast þjóðbúning. Eitt er víst að við þurfum ekki á þeim fatnaði að halda. Nema til að skarta og njóta á hátíðlegum stundum
 • Í þjóðbúningum felast einnig menningarverðmæti. Þar má skoða sögu þjóðar. Ekki síst kvenna. Læra og njóta handverks sem óðum er að hverfa
 • Þannig má velta fyrir sér hvar verðmætin liggja. Munum að verðmæti er meira en krónur og aurar
 • Því miður er mjög erfitt að laga gamla illa farna baldýringu
 • Vírþráðurinn er mjög viðkvæmur og þolir illa nokkra meðferð
 • Þráðurinn er mjög þó mismundandi eftir tímabilum. Til eru gamlir baldýraðir borðar sem varla sér á
 • Stundum þarf að endurgera gömlu borðana
 • Einnig hægt að taka gamla borða og setja á nýjan upphlut
 • Þetta verður að meta í hverju tilfelli fyrir sig
 • Meta þarf hvað hægt er að gera fyrir gamla búninga. Stendur það undir kostnaði að fara út í vinnuna?
  • Gamall búningur getur verið mikið notaður
  • Efnin illa farin, jafnvel morkin, götótt og ekki viðbjargandi
 • Með lagfæringu er hægt að lengja líftíma gamalla búninga um nokkur ár eða áratugi
 • Stundum er hægt að laga efri hlutann en ekki pils eða öfugt
 • Ráðleggjum þá að sauma þann hluta nýjan
 • Lagfæring borgar sig oftast, miðað við að sauma nýtt
 • Upphlutsboli er stundum hægtsíkka. Bætt inní efnisauka á hlýrum. Getur verið talsverð vinna. Vel þess firði ef búningurinn er góður
 • Oftast er lítið mál að víkka upphlut
  • hleypa út á saumförum
  • setja inní efnisauka
 • Hægt er að víkka peysufatatreyju um 1-2 númer (4-8 sm). Fer eftir því hvað mikið er til í saumförum
 • Peysufatatreyju er hægt að síkka. Settur er listi neðan á hana sem fer þá undir svuntuna
 • Ermar er hægt að síkka með því að færa flauel niður
 • Er talsverð vinna. Nauðsynlegt er að skoða hvort árangurinn verði þess virði
 • Svarið er
 • Allir sem hafa vilja til og áhuga geta
 • Saumareynsla er auðvitað góð. Hún er ekki nauðsynleg. Flestir hafa einhverja reynslu þegar kemur að handverki
 • Áhugi, þolinmæði og vilji ásamt því að ætla sér tíma í verkið er það sem þarf
 • Miklu máli skiptir að leiðbeinendur séu hæfir. Leiði nemendur áfram í verkinu. Reynsla þeirra er mjög mikilvæg
 • Í Annríki er áratuga reynsla í kennslu og gerð búninga
 • Búningapils er erfitt að síkka nema það sjáist
  • ein leið er að setja kant neðan á það
  • ekki er víst að það finnist samskonar efni
 • Talsverð vinna. Losa þarf upp skófóður. Skoða verður hvort árangurinn verði þess virði
 • Oftast er lítið mál að víkka búningapils. Nóg efni er til í föllum. Í sumum tilfellum þarf þó að fella alveg upp á nýtt
 • Borgar sig ef pilsið er gott
 • Tilfinningar spila oft inní þegar gamlir búningar eru metnir til lagfæringa
 • Marga langar að heiðra minningu formæðranna. Vilja nota sem mest af því gamla
 • Oft þarf ekki annað en að þvo og strauja t.d. gamlar svuntur og slifsi. Fríska upp á húfur og skúfa
 • Fatnaður sem meira reynir á t.d. skyrtur geta verið alveg búnar. Það geta verið svitablettir í handvegi. Skyrtan getur lyktað illa
 • Í slíkum tilfellum nýtum við allt sem hægt er. Endurgerum annað í anda ömmu
 • Allt búningaskart er hægt að laga svo framalega að málmurinn í því leyfi það
 • Flest búningaskart er smíðað úr silfri. Lítið mál er að bæta það og laga. Setja í hreinsimeðferð, eldbera og pólera
 • Ef skartið er gyllt þá er stundum nóg að hreinsa og pólera 
 • Gylling brennur af ef  kveikja þarf vegna lagfæringa. Ekki verður komist hjá því að gylla upp á nýtt. Er það talsverður aukakostnaður. Gyllingin sem í boði er þarf að vera góð
 • Lagfæring á gömlu skarti getur verið talsverð vinna og kostnaðarsamt. Getur þó margborgað sig miðað við að kaupa nýtt
 • Nauðsynlegt að hver svari fyrir sig
 •  Formæður okkar notuðu búningana sem daglegan fatnað. Eftir að þær hurfu á braut hefur notkunin verið svolítið á reiki
 • Í dag er þjóðbúningur sparifatnaður. Oft sá besti sem við eigum. Við viljum auðvitað sýna honum virðingu. Velja tækifærin til að skarta honum
 • Búningnum er sýnd mesta virðing með því að nota hann. Viljum ekki láta hann rykfalla inni í skáp. Eigin hömlur valda því að okkur finnst ekki viðeignadi að bera hann
 • Tækifærin eru fjöldamörg s.s. brúðkaup, fermingar, skýrnir og stórhátíðir
 • Eftir því sem við förum oftar í hann, verður auðveldara að klæðast honum
 • Það er okkar að skapa hefðina

 

 • Við í Annríki teljum nauðsynlegt halda í hefðirnar. Íslendingar eiga óvanalega langa og samfellda sögu um þróun búninga og handverks
 • Þekking á sögunni, þar með hefðum, hafa alltaf hlutverki að gegna í hvaða samfélagi sem er. Íslendirngar eru þekktir fyrir sagnahefð. Þeir eru stoltir af henni. Að okkar mati er búningahefðin álíka mikilvægt fyrirbrigði og híbýli, matvæli og sagnahefð
 •  Þróunarsaga búninganna og handverkssaga almennt er hluti af lífi þjóðar í landinu
 • Þekking og virðing fyrir þeirri sögu eykur skilning okkar á eigin uppruna

Þróunin er enn í gangi

 • Þróun búninganna er ennþá í gangi. Hvað við viljum með þá? Því þarf þjóðin að svara. Sumir vilja endurgera og aðrir að endurhanna. Hvað sem verður þurfum við lifandi og upplýsta umræðu byggða á þekkingu og fræðslu
 • Hefðinni ætti að halda lifandi. Leyfum hlutunum að gerast. Það sem er nýtt í dag verður gamalt á morgun. Við ráðum ekki þeirri þróun nema að litlu leit. Verðum bara að lifa, læra og njóta
 • Áhugi, umræða, þekking og fræðsla skapa dýpri skilning.  Það er okkar val á hvaða hátt við viljum taka þátt í þessu verkefni
 • Að eiga búning og nota er fyrir marga að undirstrika þjóðerni sitt. Á sama tíma segjum við sögu. Minnumst genginna kynslóða sem lögðu mikinn metnað í búningana sína. Oft við erfiðar aðstæður
 • Fráleitt væri að kasta frá sér sögunni um þróun búninga á Íslandi. Þjóðin hefði varla komist af án þeirra.