Faldbúningsnámskeið

hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart

Þriggja ára námskeiðsröð

 • Saumaður er einn faldbúningur
 • Nemandi fær búninginn tilsniðinn eftir máli
 • Byrjað er á útsaumi í pils
 • Á tímabilinu eru kenndar ýmsar útsaums- og skreytiaðferðir svo sem blómstursaumur, skattering, baldýring, knipl, flauelisskurður, perlusaumur og fleira
 • Námskeiðsröðin skiptist í nokkur námskeið eftir því hvaða búningur er saumaður
 • Til dæmis er saumaður 19. aldar upphltur sem er hluti af faldbúningi
 • Höfuðbúnaðir, kragar, belti og teyjur eru meðla þess sem unnið á tímabilinu
 • Búningurinn er saumaður úr bestu fáanlegum efnum og eru þau til sölu í Annríki

Ekki er mögulegt að setja nákvæmt verð þar sem mismunandi leiðir eru farnar við gerð búningsins.  Grunnkostnaður í efnum og námskeiðum er aldrei undir 500.000 kr sem deilist á öll þrjú árin. Verð á skarti er þar fyrir utan.

Leiðbeinendur eru Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur og Olga Kristjánsdóttir, kjólasveinn.

Fróðleikur

Svo virðist sem konur af flestum stigum hafi borði faldbúning. Efni og skreytingar hafi farið eftir efnum og standi.

Ritaðar heimildir ferðamanna á 18. og 19. öld greina stundum frá konum við störf í slíkum búningum. Þeir töldu slíkan fatnað ekki þægilega til vinnu.

Annríki - Þjóðbúnigar og skart. Auður í faldbúningi yngri.

Auður glæsileg í faldbúningi

Skrá mig á námskeið

Nánara um faldbúning

Faldbúningur yngri samanstendur af nærskyrtu, upphlut, treyju, kraga, klút, undirpilsi, samfellu og höfuðbúnaði

Heimildir sýna að búningarnir urðu dekkri og stílfærðari þegar leið á öldina.

 • Nærskyrtan og undirpils voru þarfaþing. Mikið saumað úr ýmiskonar lérefti og flanneli. Stundum prjónað, einnig úr heimaofnum efnum. Þegar leið á öldina urðu krínólínur hluti af undirfatnaði kvenna
 • Upphlutir voru saumaðir úr ullarefnum, klæði, vaðmáli, einnig úr damaski silki, ull og flaueli.
  • Upphlutirnir dökknuðu og urðu mest bláir og svartir
  • Leggingar á baki voru ýmist flauelisborðar eða kniplingar, minna um líberíborða
  • Skreytingar á boðungum voru gjarnan baldýring með vír silfur, gylltir eða líberíborðar
  • Dökkir upphlutir voru oft bryddaðir með rauðu í handveg og hálsmál
 • Samfella tók við eftir aldamótin 1800 en hún er alltaf svört eða blá
  • Skreytingar voru sambærilegar og áður
  • Mynstur breyttust eftir tísku og tíðaranda
  • Skreyting á svuntu er venjulega höfð hærri og meiri svo hún verði greinileg
 • Faldtreyja er saumuð úr svörtu eða svarbláu klæði, minna um flauel
  • Skreytingar t.d. baldýring, eru meira eintóna í silfri eða gylltum vír
  • Bak er lagt með hefðbundnum leggingum
  • Framan á ermum eru breiðar flauelisleggingar en ekki uppslög
 • Kragar eru ekki lengur saumaðir fastir á treyjuna
  • Skreytingar urðu meira eintóna og knipl varð vinsælt
  • Kragarnir urðu þynnri og stífari
 • Höfuðbúnaður er spaðafaldur. Form hans þróaðist nokkuð er leið á öldina en nokkur eintök hafa varðveist. Notkun hans lagðist af með nýjum höfuðbúnaði við skautbúng

Faldbúningur eldri samanstendur af nærskyrtu, upphlut, treyju, kraga, klút, pilsi, svuntu, undirpilsi og höfuðbúnaði

Heimildir sýna að fatnaður var litríkur á 18. öld.

 • Nærskyrtan og undirpils voru þarfaþing. Mikið saumað úr ýmiskonar lérefti og flanneli. Stundum prjónað, einnig úr heimaofnum efnum
 • Upphlutir voru gjarnan úr litríkum efnum t.d. blátt, rautt, grænt. Ull, damask og flauel (pluss) kemur víða fyrir
  • Upphlutir voru yfirleitt lagðir leggingum á baki. Ýmist tilbúnum innfluttum borðum úr flaueli oft með mynstri, líberíborðum eða knipluðum leggingum
  • Skreytingar á boðungum oft litrík baldýring eða líberíborði
 • Pils og svunta var saumað úr ullarefnum klæði, vaðmáli og damaski. Helstu litir eru rautt, grænt, blátt og svart
  • Pils og svunta gátu verið í sitthvorum lit t.d. rautt pils og blá svunta. Líklega hafa konur átt fleiri en eina svuntu við pilsið úr ólíkum efnum og með mismunandi skreytingum
  • Pilsin voru lögð innfluttum borðum og snúrum. Þau voru einnig skreytt fögrum útsaum og kniplingum
  • Svuntur voru skreyttar á sama máta
 • Treyjur voru svartar og bláar mest saumaðar úr ull, klæði og vaðmáli, en einnig úr flaueli.
  • Þær voru lagðar flauelisleggingum, líberíborðum og jafnvel kniplingum á baki og í handveg
  • Fremst á ermum gátu verið uppslög með leggingum og var þá ermin einnig lögð á yfir- og undirermasaumi
 • Kragar voru áfastir við treyjuna. Þeir voru oft þykkir og linir og þannig liprari á treyjunni. Þeir voru gjarnan litríkir bæði í efnisvali út útsaumi
 • Höfuðbúnaður var krókfaldur settur saman úr tröfum. Hann þróaðist mikið alla öldina. Helstu heimildir eru skriflegar lýsingar og teikningar

Faldbúningsnámskeið