Útskrift

Annríki - Þjóðbúningar og skart Suðurgata 73, Hafnarfirði

Fögnum góðum áfanga Í Annríki lýkur öllum þjóðbúninganámskeiðum með hátíðlegri útskrift. Það er viðamikið verk að sauma búning og liggja margar vinnustundir þar að baki. Það er fagnaðarefni að ljúka svo viðamiklu verki. Við fögnum góðri vinnu og uppskeru verka okkar og njótum vel. Við komum saman í fögru búningunum og höldum daginn hátíðlegan. Útskrift Útskrift verður haldin hátíðleg og er lokaáfanginn í þjóðbúningagerðinni. Það er góð tilfinning og áfangasigur sem ber að skapa góða minningu um í góðum hópi. Vinir og vandamenn eru velkomnir. Hlökkum til að sjá alla. Nánair upplýsingar þegar nær dregur.

Hátíðarmessa og útskrift nemenda Annríkis

Hafnarfjarðarkirkja Strandgata, Hafnarfirði

Hátíðarmessa og útskrift nemenda í Annríki í þjóðbúningasaumi. Félagar úr Þjóðbúningafélaginu Annríki  ganga til kirkju í þjóðbúningum og annast lestra Jón Sigurðsson, fyrrv. ráðherra flytur hátíðarræðu Barbörukórinn syngur ættjarðarlög og aðventusálma Prestur er sr. Jón Helgi Þórarinsson og organisti er Guðmundur Sigurðsson sem jafnframt stýrir Barbörukórnum Boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu á eftir þar sem fram fer útskrift á Þjóðbúningasaumanámskeiði sem Annríki, þjóðbúningar og skart hafa staðið fyrir undanfarin ár