Baldýringsnámskeið hefst

Annríki - Þjóðbúningar og skart Suðurgata 73, Hafnarfirði

Baldýringsnámskeið hefst 7. febrúar 2018 Námskeiðið er 36 klukkustundir Kennt einu sinni í viku í átta vikur, frá 18:30 – 21:30 Nemendur setja upp borða eða annað sambærilegt (efni ekki innifalið) Efni í prufur er innifalið Nemendur mæta með lítil skæri, svartan og ljósantvinna ásamt nálum Fjöldi 6-8 nemendur Námskeiðsverð 90.000 kr Leiðbeinandi Guðbjörg Andrésdóttir. Fróðleikur um baldýringu Saumað er með silki– eða vírþræði sem lagður er yfirmót sem mynda lauf eða blóm. Baldýring er notuð á borða á upphluti, faldtreyjur, faldkraga og belti Skreytiaðferðina er einnig hægt að nota á veski, skartgripi eða annað Sérhæft handverk sem þróast hefur og lifir með [...]

kr.90.000

Hátíðardagskrá í Hafnarfjarðarkirkju í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands

Hafnarfjarðarkirkja Strandgata, Hafnarfirði

Sýning verður í Ljósbroti Hafnarfjarðarkirkju. Dagskráin er sem hér segir: Kl. 13:00 Formleg opnun hátíðarinnar hefst í Hásölum Kl. 13:15 Eyjólfur Eyjólfsson syngur íslensk þjóðlög og leikur á langspil ásamt nemendum úr Söngskóla Sigurðar Demetz Kl. 13:30 Steinunn Guðnadóttir flytur fyrirlestur sem hún nefnir: Jóhannes J. Reykdal, Hafnarfjörður og Ísland í byrjun 20 aldar. Að loknum fyrirlestrinum verður sýnd kvikmynd Halldórs Árna Stefánssonar um Jóhannes Kl. 14:15 Guðrún Hildur Rosenkjær flytur fyrirlestur sem hún nefndir Íslenski þjóðbúningurinn, þróun hans og áhrif Sigurðar Guðmundssonar Kl 15:00-16:00 Ráðstefnulok og boðið er upp á kaffi og meðlæti Gestir velkomnir að skoða sýningu í Ljósbroti Hásala á spjöldum með fróðleik um verk Jóhannesar J. Reykdal Dagskrárstjóri [...]

Frítt

Hátíðarmessa og útskrift nemenda Annríkis

Hafnarfjarðarkirkja Strandgata, Hafnarfirði

Hátíðarmessa og útskrift nemenda í Annríki í þjóðbúningasaumi. Félagar úr Þjóðbúningafélaginu Annríki  ganga til kirkju í þjóðbúningum og annast lestra Jón Sigurðsson, fyrrv. ráðherra flytur hátíðarræðu Barbörukórinn syngur ættjarðarlög og aðventusálma Prestur er sr. Jón Helgi Þórarinsson og organisti er Guðmundur Sigurðsson sem jafnframt stýrir Barbörukórnum Boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu á eftir þar sem fram fer útskrift á Þjóðbúningasaumanámskeiði sem Annríki, þjóðbúningar og skart hafa staðið fyrir undanfarin ár