Kyrtil, fald- og skautbúningsnámskeið hefst
Annríki - Þjóðbúningar og skart Suðurgata 73, HafnarfirðiKyrtil, fald- og skautbúningsnámskeið hefst 27. janúar Um þriggja ára námskeiðstöð er að ræða Fyrsti námskeiðsdagur er laugardagurinn 27. janúar frá kl 10:00 - 16:00. Nemendur fá kynningu á námskeiðsröðinni sem skiptist í nokkur námskeið eftir hvaða búning skal sauma Nánar um hvern búning: kyrtilnámskeið, faldbúningsnámskeið, skautbúningsnámskeið Farið verður yfir sögu búninganna og fjölbreytileikann við gerð þeirra Kynntar verða ýmsar útsaums- og skreytiaðferðir sem tengjast búningunum s.s. blómstursaumur, skattering, baldýring, knipl, flauelisskurður og perlusaumur Nemendur fá prufur til að spreyta sig við útsaum o.fl. Nemendur ákveða hvernig búning á að sauma og velja efni í pils Allt efni og tillegg [...]
Baldýringsnámskeið hefst
Annríki - Þjóðbúningar og skart Suðurgata 73, HafnarfirðiBaldýringsnámskeið hefst 7. febrúar 2018 Námskeiðið er 36 klukkustundir Kennt einu sinni í viku í átta vikur, frá 18:30 – 21:30 Nemendur setja upp borða eða annað sambærilegt (efni ekki innifalið) Efni í prufur er innifalið Nemendur mæta með lítil skæri, svartan og ljósantvinna ásamt nálum Fjöldi 6-8 nemendur Námskeiðsverð 90.000 kr Leiðbeinandi Guðbjörg Andrésdóttir. Fróðleikur um baldýringu Saumað er með silki– eða vírþræði sem lagður er yfirmót sem mynda lauf eða blóm. Baldýring er notuð á borða á upphluti, faldtreyjur, faldkraga og belti Skreytiaðferðina er einnig hægt að nota á veski, skartgripi eða annað Sérhæft handverk sem þróast hefur og lifir með [...]
Hátíðardagskrá í Hafnarfjarðarkirkju í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands
Hafnarfjarðarkirkja Strandgata, HafnarfirðiSýning verður í Ljósbroti Hafnarfjarðarkirkju. Dagskráin er sem hér segir: Kl. 13:00 Formleg opnun hátíðarinnar hefst í Hásölum Kl. 13:15 Eyjólfur Eyjólfsson syngur íslensk þjóðlög og leikur á langspil ásamt nemendum úr Söngskóla Sigurðar Demetz Kl. 13:30 Steinunn Guðnadóttir flytur fyrirlestur sem hún nefnir: Jóhannes J. Reykdal, Hafnarfjörður og Ísland í byrjun 20 aldar. Að loknum fyrirlestrinum verður sýnd kvikmynd Halldórs Árna Stefánssonar um Jóhannes Kl. 14:15 Guðrún Hildur Rosenkjær flytur fyrirlestur sem hún nefndir Íslenski þjóðbúningurinn, þróun hans og áhrif Sigurðar Guðmundssonar Kl 15:00-16:00 Ráðstefnulok og boðið er upp á kaffi og meðlæti Gestir velkomnir að skoða sýningu í Ljósbroti Hásala á spjöldum með fróðleik um verk Jóhannesar J. Reykdal Dagskrárstjóri [...]