Loading...
Sarpur2021-06-21T15:40:40+00:00
906, 2021

Að hnýta slifsi – How to tie „slifsi“

9. júní, 2021|

Mörgum konum finnst erfitt að hnýta slifsi svo vel fari. Á gömlum myndum má sjá að konur höfðu ýmsar aðferðir við að hnýta þau, sum eru lítil og liggja þétt við hálsinn, önnur stór og breiða úr sér yfir barminn. Efnin og stærð þeirra eru mjög mismunandi og þannig hefur tískan átt stóran þátt í útliti búninganna. For many women it´s difficult to tie the "slifsi". From old photos we can see how the fasion played a great deal [...]

906, 2021

Upphlutur reimaður – „Upphlutur“ threaded

9. júní, 2021|

Keðjan reimuð niður aðra hverja millu. The chain goes down into every second "milla" on each front. Keðja reimuð til baka aðra hverja millu og inn í fyrstu. Every second "milla" up and into the first one. Hnúturinn. The knot. Nálin sett undir hægri boðung. The needle goes under the right front.

1904, 2017

Faldbúningshópur 2017

19. apríl, 2017|

Annríki í Annríki Laugardaginn 25. mars 2017 var sannarlega annríki hér í Annríki. Dagurinn byrjaði með tíma hjá nýjum faldbúningshópi. Eftir hádegi hittust Faldafreyjur og nutu dagsins saman. Faldafreyjur eru þeir nemendur sem lokið hafa við gerð fald- og skautbúninga. Sá hópur stækkar óðum, nú þegar fylla þann hóp um 25 konur. Þær sem nú eru á slíkum námskeiðum munu bætast við á næstu árum. Verkefni undirbúin fyrir nýjan hóp Faldbúningsnemendur 2017 byrjuðu í janúar og tóku þá strax ákvörðun um hvernig búning þær vildu sauma. Af átta nemendum sauma [...]

1504, 2017

Faldafreyjur

15. apríl, 2017|

Faldafreyjur í Annríki Faldafreyjur er hópur nemenda sem hafa lokið við gerð sinna búninga. Fald- og skautbúningsnámskeið byrjuðu í Annríki árið 2012. Um er að ræða þriggja ára námskeiðaröð. Þar fá nemendur  leiðsögn í gerð búninganna og handverki þeim tengdum. Það er ekki síður saga búninga sem skiptir miklu máli. Án rannsókna væri lítið hægt að aðhafast. Þær rannsóknir sem við höfum unnið í Annríki í áraraðir eru grunnurinn að öllu okkar starfi. Ábyrgð og skuldbinding Það gefur auga leið að það er mikill tími sem fer í gerð slíkra búninga [...]

2403, 2017

Menningar­heimsóknir

24. mars, 2017|Tags: , , , , |

Handverks- og búningakynning Menningarheimsóknir áhugafólks hafa færst í aukana hjá okkur í Annríki. Við bjóðum uppá leiðsögn um búningana og sögu þeirra. Á undanförnum árum höfum við í Annríki unnið öttullega að því að safna búningum og fróðleik um þá. Hildur hefur stundað nám í sagnfræði í Háskóla Íslands. Það hefur veitt okkur í Annríki tækifæri til enn frekari rannsókna. Það er virkilega ánægjulegt að upplifa hversu mikinn áhuga fólk sýnir störfum okkar, þekkingu og búningasögunni. Menningarheimsóknir frá HÍ Í dag tókum við á móti góðum hópi úr Háskóla Íslands, samnemendum Hildar úr sagnfræðinni [...]

1602, 2017

Faldbúningur Rannveigar

16. febrúar, 2017|

Faldbúningur Rannveigar Filipusdóttur Sívertsen Föstudaginn 26. febrúar 2016 færði Annríki - Þjóðbúningar og skart Byggðasafni Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær gjöf.  Faldbúning á Rannveigu Filipusdóttur Sívertsen. Búningurinn var unnin í samstarfi við Faldafreyjur í Annríki. Frumkvæði að verkinu áttu hjónin Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri og sagnfræðingur og Ásmundur Kristjánsson gullsmiður. Árið 2014 voru liðin 250 ár frá fæðingu Bjarna Sívertsen. Hann fékk nafnbótina riddari fyrir störf sín og vasklega framgöngu í málefnum Íslendinga. Það ár var haldin ráðstefna til að minnast þeirra tímamóta. Margir fræðimenn fjölluðu um Bjarna. Líf hans sem verslunar [...]

Go to Top