Annríki – Þjóðbúningar og skart var stofnað 1. júní 2011 í bílskúrnum að Suðurgötu 73 í Hafnarfirði. Í upphafi lögðum við 50 fm undir starfsemina en áfram var bílskúr í helming húsnæðisins. Allt frá upphafi hafa námskeið í þjóðbúningasaum verið haldin í Annríki. Haustið 2012 var allt húsnæðið 100 fm tekið undir starfsemina og útbúinn kennslusalur. Þar hafa verið saumaðir fjöldi búninga s.s. upphlutir, peysuföt, herrabúningar og barnabúningar. Eftirspurn er stöðug en áhugi á fald- og skautbúningsnámskeiðum hefur aukist verulega og eru nú hátt í 100 búningar fullgerðir eða í vinnslu.

Útskrift af þjóðbúninganámskeiðum fer fram í lok hverrar annar. Eftir haustönn hefur hátíðin verið haldin 1. sunnudag í aðventu í samstarfi við Hafnarfjarðarkirkju. Að vori hefur hún verið í kringum Sjómanndaginn og farið víða fram t.d. í Byggðasafninu, á Hrafnistu, í Hafnarborg og í Hafnarfjarðarkirkju. Við erum ævinlega þakklát þeim aðilum sem hafa veitt okkur húsnæði og stuðning til að ljúka námskeiðum með svo hátíðlegum hætti.

Haustið 2020 var ekki unnt að halda útskrift sökum covid-sóttvarnareglna. Í staðinn fór fram tvöföld útskrift laugardaginn 5. júní 2020. Alls sátu 35 nemendur námskeið vetrarins sem mættu prúðbúnir ásamt aðstandendum og velunnurum Annríkis sem nutu samveru og afmælisveitinga.

Margt hefur gerst á þessum 10 árum í lífi okkar Annríkishjóna. Ási varð gullsmiður 2014 og Hildur lauk BA prófi í sagnfræði 2017 og er nú í meistaranámi. Eftirspurn eftir þjónustu okkar eykst stöðugt og ekkert lát er á námskeiðahaldi bæði í Annríki og á landsbyggðinni. Í kjölfarið hafa nemendur stofnað  Þjóðbúningafélag Vestfjarða, Þjóðbúningafélagið Auður í Vesturbyggð og Pilsaþyt í Skagafirði.  Nýjast er Hollvinafélag Annríkis stofnað af hópi nemenda og áhugfólks um íslenska búninga sem vill taka höndum saman og styðja við