Loading Events

Kæru Hafnfirðingar og vinir 🙂

Við fögnum þjóðhátíðardegi laugardaginn 17. júní. Við hvetjum alla til að skarta þjóðbúningum við það tækifæri. Skrúðgangan fer frá Víðistaðatúni kl 13:00.

Við í Annríki verðum með móttöku í Safnaðarheimili Víðistaðakirkju frá kl 11:00. Þar verður hægt að fá aðstoð til að klæðast búningunu.

Hlökkum til að sjá sem flesta í þjóðbúningum allra landa. Gleðjumst saman og njótum dagsins.

17. júní

Ár hvert fögnum við þjóðhátíðardeginum 17. júní en það var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. Jón forseti var helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Til þess að minnast hans var fæðingardagur hans valinn sem þjóðhátíðardagur Íslendinga þegar Lýðveldið Ísland var stofnað þann 17. júní árið 1944.

Fögnum saman

Fögnum saman! Undanfarin ár hafa áhugasamir um íslenska þjóðbúninga komið saman og fylgt liði í skrúðgöngu í Hafnarfirði. Það hefur skapast mikil og skemmtileg stemning og vel tekist til.

Þetta er kjörið tækifæri til að nota búningana og koma saman og gleðjast. Ef þið þekkið einhvern sem á búning þá er um að gera að hvetja þá til að bera hann og vera með.

Notum búningana

Við í Annríki – Þjóðbúningar og skart viljum veg íslensku þjóðbúningana sem mestan. Íslensk búningasaga er enn í stöðugri þróun. Efni og tillegg sem fæst á hverjum tíma og hafa verið notuð í búningana setja mark sitt á búningana. Búningarnir segja sögu þjóðar og þá sérstaklega sögu kvenna.