Útskrift og afmælisfögnuður
Útskrift og afmælisfögnuður Annríkis í Viðey 2016 Einn liður í öllu okkar starfi er að fagna loknum áföngum. Í lok allra námskeiða er boðið til útskriftar þar sem nemendur skarta sínum fögru búningum. Í maí 2016 héldum við til Viðeyjar með fríðu föruneyti. Þar skyldi fagna útskrift nemenda af þjóðbúninganámskeiðum og nemendum í faldbúningsgerð. Ríflega 100 manns mættu til fagnaðarins í blíðskaparveðri. Við Annríkishjón fögnuðum einnig 5 ára farsælu starfi í góðra vina hópi. Annríki 5 ára Annríki – Þjóðbúningar og skart hóf opinberlega göngu sína 1. júní 2016. Á [...]
100 fjallkonur í Hafnarfirði
Kosningaréttur kvenna 100 ára 19. júní árið 2015 var haldið uppá 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Til að fagna þessum tímamótum ákvað Hafnarfjarðarbær að fara óvenjulega leið við val á fjallkonu á 17. júní. 100 konum í íslenskum búningum var boðið að fara með erindi fjallkonunnar. Það er ekki hlaupið að því að safna slíkum fjölda í þjóðbúningum. Hafnarfjarðarbær leitaði því eftir lisðinni Annríkis - Þjóðbúningar og skart um verkefnið. Var því vel tekið. Margir nemendur Annríkis hafa saumað þjóðbúning og tóku vel í verkefnið. Skráning í verkefnið fór í [...]
Jurtalitun í Annríki
Þekking formæðranna Formæður okkar voru fjölhæfar handverkskonur. Þær kunnu að nýta sér það hráefni sem náttúran gaf þeim. Jurtalitun var eitt af því sem þær höfðu mikla þekkingu á. Þær þekktu vel eiginleika plantnanna og þá liti sem þær gáfu með mismunandi meðferð. Á sumrin týndu þær ferskar plöntur og þurrkuðu til notkunar síðar. Þannig gátu þær litað ullina sem þær fengu af fénu. Þó mikið væri um fatnað í sauðalitunum sýna heimildir að þær lituðu bæði garn og fatnað. Garnið var notað til dæmis í ofnar svuntur, prjónuð sjöl og [...]
Þjóðbúningaráðsþing Valders, Noregi 2015
Hildur og Ási vöktu athygli Ég hélt fyrirlestur um þróun upphlutarins frá faldbúningi fram á 21. öldina. Hvernig upphluturinn sem flík telst táknrænn í sjálfum sér. Hvaða táknræn gildi hefur hann haft í gegnum söguna. Ekki síst í upphafi 20. aldar í baráttu kvenna fyrir auknum réttindum. Þjóðbúningaráð starfa í hverju landi Norðurlöndin hafa í fjölda ára átt samstarfsvettvang á sviði þjóðdansa og þjóðbúninga. Þjóðbúningaráð hafa verið starfrækt í hverju Norðurlandanna fyrir sig. Samstarfslöndin eru Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Ísland. Meðlimir þeirra hafa hist á þjóðbúningaráðs- þingum á þriggja ára fresti. Þingin eru [...]



