Í safni Annríkis er fjöldinn allur af endurgerðum búningum eftir Hildi og Ása sem leggja saman handverkskunnáttu, klæðskurð, silfursmíði og sagnfræði til að vinna trúverðuga tilgátubúninga. Varla finnast varðveitt eldri föt en frá 1800 og því nauðsylegt að vinna eftir fjölbreyttum heimildum.
Búningarnir þrír frá vinstri eru frá 18. öld. Lítið er til varðveitt af svo gömlum flíkum og því eru þeir unnir eftir t.d. rituðum heimildum og teikningum.
Næst er faldbúningur endurgerð af Viðeyjarbúningnum sem Guðrún Skúladóttir saumað ca 1790-1800. Hann er nú varðveittur í V&A museum í London. Hann er tilbúinn fyrir utan beltið sem er í vinnslu hjá Ása.
Næstu tveir faldbúningar eru endurgerð af búningum eftir 1800. Heimildir eru í bland varðveittir munir og ritaðar.
Skautbúningurinn er endurgerð af búningi Sigurlaugar Gunnarsdóttur sá elsti varðveitti í Þjóðminjasafninu. Hann er enn í vinnslu.
Að lokum eru tveir kjólar frá fyrri hluta 19. aldar. Lítið er til varðveitt af hversdags- og almúgafatnaði en hér eru tilgátukjólar unnir eftir fjölbreyttum heimildum.