Kosningaréttur kvenna 100 ára

19. júní árið 2015 var haldið uppá 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Til að fagna þessum tímamótum ákvað Hafnarfjarðarbær að fara óvenjulega leið við val á fjallkonu á 17. júní. 100 konum í íslenskum búningum var boðið að fara með erindi fjallkonunnar.

Það er ekki hlaupið að því að safna slíkum fjölda í þjóðbúningum. Hafnarfjarðarbær leitaði því eftir lisðinni Annríkis – Þjóðbúningar og skart um verkefnið. Var því vel tekið. Margir nemendur Annríkis hafa saumað þjóðbúning og tóku vel í verkefnið.

Skráning í verkefnið fór í gegnum facebook og fljótlega höfðu 80 konur skráð sig.

Undirbúningur og æfing

100 konur mættu í Flensborgarskóla uppúr kl 11:00. Það þurfti að klára að snurfusa sig, festa húfu, laga slifsi og spjalla. Svo tóku við æfingar á flutningi ávarpsins. Ávarpið var flutt nokkru sinnum eða þar til flutningurinn var orðin hnökralaus. Skemmtileg stemning var og undirbúningur og æfingar gengu vel.

Þegar líða tók að hátíðardagskránni. Stilltu konurnar sér í tvöfalda röð og gengu út úr skólanum að Hamrinum. Það var glæsileg sjón að sjá svo margar konur í búningum. Hátíðarstenmingin var mikil.

Ávarp fjallkonunnar

Hátíðardagskráin hófst kl 13:00. Þór­hild­ur Ólafs, sókn­ar­prest­ur í Hafn­ar­fjarðar­kirkju sá um helg­i­stund. Lúðrasveit Hafn­ar­fjarðar lék nokk­ur lög. Karla­kór­inn Þrest­ir söng og fjallkonurnar 100 fluttu ávarp. Á þessum tímamótum var ávarp eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur flutt. „Á annari öld.“ 

Skrúðganga í þjóðbúningabaði

Að lokinni dagskrá á Hamrinum fylgdu 100 þjóðbúningakonur með í skrúðgöngu niður á Strandgötu. Margir bættust í hóp búningaklæddra í bænum. Hópurinn var myndaður fyrir framan sviðið á Thorsplani. Veðurblíða var einstök.

Hluti af því að halda þjóðbúningum lifandi er að nota þá. 17. júní er einstaklega góður dagur til þess. Það er skemmtilegt að hitta aðra í búningum, sýna sig og sjá aðra.

Skemmtilegur dagur og gaman að taka þátt.

 

Hér má hlusta á viðtal við Ása og Hildi á RÚV varðandi þennan viðburð: 100 fjallkonur í Hafnarfirði